FréttirOpnun

Átakalítil byrjun á Norðurlandi, ágætt á N-Austurlandi

Ef rýnt er í tölur og skoðaðar þær fyrstu eru engin átök á Norðurlandi og bara rólegt í byrjun veiðisumars. „Þetta var rólegt hjá okkur í Blöndu en við fengum lax,“ sagði veiðimaður sem við ræddum við og bætti við, „það voru laxar að ganga þeir horfðu hvorki til hægri eða vinstri,“ sagði veiðimaðurinn.

Blanda hefur gefið 9 laxa síðan áin opnaði, Laxá á Ásum 5 laxa, Vatnsdalsá 2 laxa, Víðidalsá 16 laxa, Miðfjarðará 31, Hrútafjarðará engan. Ekkert betra en að fá smálaxinn inn á næsta flóði og það í töluverðu magni. 

Selá og Hofsá eru að byrja og þar veiddust strax laxar, Selá gaf sex og Hofsá fjóra laxa, sem verður bara að teljast  gott en veðrið var leiðinlegt i byrjun. Hafralónsá byrjaði með hvelli og fengust sex laxar, meðal veiðimanna var Árni Heiðberg sem þykir fátt skemmtilegra en að veiða lax.

Mynd. Árni Heiðberg með einn af fyrstu löxunum úr Hafralónsá.