Fréttir

Veiðifélagið Bjartur við veiðar á Arnarvatnsheiðinni

„Við  vorum við veiðar síðustu helgi á Arnarvatnsheiðinni norðan megin, veiðifélagið Bjartur,“ sagði Hörður Heiðar Guðbjörnsson þegar við heyrðum í honum, en það var veiðifélagið Bjartur sem var við veiðar, þeir strákarnir Hörður Heiðar Guðbjörnsson, Guðmundur Kjartansson,  Guðmundur Þór Róbertsson og Indriði Hauksson. 

„Veiðin þessa helgina var almennt góð hjá þeim sem þarna voru og fiskarnir sem við fengum voru að okkar mati stærri en við höfum áður séð þarna. Veðrið lék við okkur allan tímann en það var helst flugan sem var að þvælast fyrir okkur, en það er bara hluti af því þegar viðrar vel á þessum stað á þessum tíma,“ sagði Hörður Heiðar hress með veiðitúrinn á heiðina.

Við heyrðum í öðrum veiðimönnum sem voru þarna nokkrum dögum áður og veiðin var líka fín hjá þeim, fiskurinn vænn. 

Mynd. Guðmundur Kjartansson með flottan urriða.