Krían verpur í margs konar kjörlendi, bæði grónu og gróðursnauðu. Stærstu byggðirnar eru á láglendum strandsvæðum og eyjum. Kría finnst einnig inn til landsins við ár og vötn, jafnvel á miðhálendinu eða við tjarnir í þéttbýli. Hreiðrið er oftast lítilfjörleg dæld, stundum fóðrað með smásteinum og gróðri.

Mynd: María Gunnarsdóttir
Fuglavefurinn.is