Fréttir

Einn og einn veiðimaður en töluverður ís á vatninu ennþá

Við Vífilstaðavatn /mynd GB

„Ég er ekki búinn að fá neitt enda nýbyrjaður að veiða. Það er allt rólegt hérna,“ sagði eini veiðimaður sem var mættur við Vífilsstaðavatn og hann sló ekki slöku við veiðiskapinn en það dugði bara ekki.  Nokkrir voru að hlaupa við vatnið og ennþá fleiri að labba eins og undirritaður, það er að hlýna  aðeins en veiðin byrjaði í vatninu í gærmorgun og lítið hefur frést af veiði. Nokkur voru í gær en aflatölur eru ekki miklar enda vatnið á stórum hluta á ís. 

En veiðimenn voru að vakna, nokkrir að tía sig af stað í veiðina, jú það hafði hlýnað verulega og það er fyrir öllu. Spáin næstu daga er góð, ísinn er á undanhaldi og það er fyrir mestu þessa dagana að losna alveg við klakann. Þá gæti eitthvað farið að gerast í Vífilstaðavatninu.