Fréttir

Góð helgi í Minnivallalæk!

Hópur með veiðimanninum Hrafni Haukssyni gerði góðan túr í Minnivallalæk um helgina er óhætt að segja. Fengu þeir 36 fiska og flest allir vænir urriðar og stærstu voru hátt í 70 sentímetra. Það veriðst sem regnboginn sé að tína tölunni í læknum en einungis 5 slíkir komu á land en tæplega 100 fiskar eru komnir fyrsta mánuðinn, þrátt fyrir litla ástundun sem er með betri byrjunum í Minnivallalæk.

Fiskurinn var að taka peacock, pheasant tail, Leech og blóðorm hjá þeim og víða um lækinn þótt Stöðvarhylurinn hafi verið góður að vanda.

Eitthvað er um laus holl hér og þar í vor og sumar eins og sjá má á þessari síðu.