Hver laxveiðiáin af annarri opnar þessa dagana og í morgun opnaði Hítará á Mýrum. Allavega 6 laxar eru komnir á land, flottir fiskar. Laxinn hjá Ingvari Svendsen var 86 sentimetra og síðan veiddust tveir aðrir fyrr um morgunin þeir fyrstu. Það var Henry Mountain sem veiddi fyrsta fiskinn í ánni í sumar en töluvert hafi sést af laxi áður en áin opnaði og lax sást stökkva á Breiðunni í gær í Hítará.
„Veiðin gengur vel og það eru komnir 6 laxar á land núna,“ sagði Haraldur Eiriksson við Hitará um hádegi eftir góða byrjun.
Laxá í Leirarsveit opnaði í morgun og Laxa á Ásum einnig.