„Það gæti verið að það sé að koma rigning á laugardaginn sem einhverju mun breyta í vatnsleysinu, síðasta stórrigning varð að engu,“ sagði veiðmaður, sem er búinn að fara í átta veiðitúra í þokkalega góðar laxveiðiár og fá tvo laxa og einn hnúðlax.
Það er neyðarástand sumstaðar vegna vatnsleysis en það á vonandi eftir að breytast um helgina, svo fiskarnir komist alla vega á milli hylja og fiskar nái að ganga í árnar sem má finna í ósum ánna.
Og fleiri hafa lent í hremmingum í veiðinni veiðimaður setti í lax í vatnslausri veiðiá og fiskurinn drapast þegar hann fór að þreyta hann, vatnið var súrt og fiskurinn þoldi ekki meira.
En þetta á að breytast, laugardagurinn á bjóða upp á rigningu allan daginn. Sjáum hvað setur, breytinga er þörf þessa dagana bara til að fá smá fjör í veiðina eftir verulega súrt sumar.