FréttirGreinSportveiðiblaðið

Birgir Gunnlaugsson hefur farið í síðustu veiðiferðina sína

Það var afskaplega áhrifaríkt sjónvarpsefni þegar tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson kom fram í veiðiþættinum, Veiðin með Gunnari Bender, og kvaddi ána sína – Grímsá. Birgir tók ofan hatt sinn og hneigði sig þrisvar í átt til árinnar og kvaddi. Birgir er haldinn banvænum sjúkdómi og eru batahorfur ekki til staðar. Sportveiðiblaðið hélt á fund Birgis og þegar við settumst í sófann bar þetta fyrst á góma. „Biggi. Ég skal bara viðurkenna að ég aðeins táraðist þegar ég horfði á þessa kveðju.“
……

Birgir með Gunnari ritstjóra

Þetta voru góðir tímar. Blik í auga hans staðfestir það og hann er enn glaðlegri þegar hann hugsar til þessara ævintýra. Ungur maður á dráttarvél með veiðistöng í farteskinu. Falleg mynd og góðar minningar.

„Þekkt er sagan af vini okkar Árna Baldurssyni. Hann var einhverju sinni á leiðinni austur og skipaði skyndilega bílstjóranum að stoppa. Sá nauðhemlaði og út stökk Árni. Þarna var ræsi undir veginn og Árni tók tvo stóra sjóbirtinga fyrir neðan það á smá tíma. Þetta var einhver af þessum fjölmörgu lækjum undir fjöllunum. Sjóbirtingurinn leitar upp í þá alla. Írá er sennilega þekktasta áin hvað þetta varðar en þar getur verið töluvert um birting.“

Við ræðum þetta töfrasvæði sjóbirtingsins frá Skaftá í austri til Markarfljóts í vestri. „Auðvitað er þetta árstíðabundið en sjóbirtingurinn virðist ekki vera neitt sérstaklega vandfýsinn á það í hvaða vatnsfall hann gengur í til að hrygna. Hann rýkur upp og svo er hann horfinn aftur.“ Þetta sjóbirtingstal færir okkur austar og að eftirlætisá hans þegar kemur að sjóbirtingi. Það er Kerlingadalsá rétt hjá Vík í Mýrdal og reyndar einnig Vatnsá sem fellur í hana úr Heiðarvatni. Birgir stundaði þær áratugum saman. Hann minnist Hafsteins Jóhannessonar sveitarstjóra í Vík sem úthlutaði veiðileyfum en þetta var á þeim tíma þegar veiðifélagið Stakkur þar í sveit var með árnar…


Viðtalið sem Eggert Skúlason tók við Birgi Gunnlaugsson birtist í heild í Sportveiðiblaðinu nr. 3 2023.