„Við erum búnir að fara á nokkra staði að dorga í vetur, ísinn er þykkur og við fengum 7 fiska, þetta er skemmtilegt og útiveran góð, en það verður að fara varðlega,” sagði veiðimaður sem hefur dorgað víða í vetur, og bætti við; „ísinn er þykkur þessa dagana eftir mikil frost og fiskurinn vel haldinn. Við ætlum í nokkra túra í viðbót, maður fær nýja sýn á veiðina út á miðju vatni.”
„Já það hafa verið veiðimenn að dorga hérna töluvert um helgar og þeir koma aftur og aftur, svo eitthvað er að veiðast,” sagði Sigurþór Gíslason á Meðalfelli og bætti við; „ísinn er fínn núna.”