Fréttir

Reykvíkingur ársins – veiddi sinn maríulax í Elliðaánum

Reykvíkingur ársins Marta Wieczorekvið með maríulaxinn við Elliðaárnar í morgun

Marta Wieczorek grunnskólakennari  í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann í Reykjavík er Reykvíkingur ársins en þetta upplýsti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar við opnun Elliðaána í morgunsárið.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir með Reykvíking ársins Marta Wieczorek við Elliðaárnar í morgun

Þetta er í fjórtánda sinn sem þessi hefð er að velja Reykvíking ársins og Marta náði flottum laxi á Breiðunni skömmu eftir þetta, sinn maríulax á flugu.
Töluvert er komið af fiski í Elliðaárnar og verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður næstu daga.

Myndir frá opnun Elliðaána /Myndir Ingimundur