Fréttir

Allt með kyrrum kjörum við Hreðavatn

Frá Hreðavatni /Mynd María Gunnarsdóttir

Allt var kyrrum kjörum á Vesturlandi í dag eftir lætin í gær og vatnselginn út um allt, sem fáir höfðu áhuga á, enda stórskemmdi hann víða undan sér. Allt var með kyrrum kjörum við Hreðavatn í Borgarfirði í dag og ísinn á vatninu þynnst með hverjum degi. Ísinn á sumum vötnum halda ekki veiðimönnum eftir að hlýna tók í veðri eins og við á um Hafravatn, þar sem eru komnar vakir á stóru svæði nálægt landi. 

Snjórinn, sem átti að duga langt fram á sumar, er farinn að minnka all verulega og það skyldi þó aldrei vera að hann verði farinn þegar á þarf að halda í sumar. Við verum að treysta á rigningu þegar veiðiárnar opna.

En tíminn líður hratt, ekki nema 45 dagar þar til sjóbirtingsveiðin byrjar fyrir alvöru, síðan vatnaveiðin og svo loksins laxveiðin.  Allir geta beðið rólegir.