Fréttir

Baugstaðaósin byrjaður að gefa – öllum fiski sleppt

Þrátt fyrir að aðeins hafi kólnað eru veiðimenn víða að veiða og fá fiska eins og í Baugstaðósi en þar var byrjað á þremur veiðisvæðum Vola þann 1. maí. Og veiðin byrjaði reyndar víða þann 1.maí eins og í Elliðaánum, þar sem veiðimenn hafa barið ána og sumir fengið fiska. Þessi mynd var tekinn við Baugstaðaósinn í byrjun og það veiddis vel. Öllum fiski var að sjálfsögðu sleppt en fyrsta daginn voru skráðir 12 sjóbirtingar í bókina sem verður að teljast fín veiði og var sá stærsti 75 sentimetrar. Ísinn er að hverfa af Hreðavatni í Borgarfirði en hann hefur verið heldur lengi yfir vatninu. Hann er sem sagt að hverfa og það styttist í að vatnið opni fyrir veiðimenn þann 20. maí nk.

Mynd: Flottur sjóbirtingur kominn á land í Baugstaðaósi.