FréttirSjóbirtingur

Boltasjóbirtingur úr Meðalfellsvatni

„Já, þetta var flottur sjóbirtingur sem hann Guðmundur Garðarsson veiddi um helgina í Meðalfellsvatni, tengdafaðir minn,“ sagði Ari Einarsson í samtali og bætti við; „fiskinn veiddi Guðmundur á bát.  Sjóbirtingurinn tók spún og var í loftköstum fyrstu mínúturnar en síðan ekkert meir, gafst alveg upp. Fiskurinn var 11 pund en við fengum líka fisk fyrir viku en þá var stórstreymi og fiskur gekk. Jú eitthvað hefur veiðst af laxi í vatninu,“ sagði Ari Einarsson að lokum.

Guðmundur Garðarsson þykir fiskinn mjög, enda fyrrverandi skipstjóri og aflakló, alltaf kallaður Bóbi.


Mynd. Guðmundur Garðarsson með sjóbirtinginn sem var 11 pund.  Mynd Ari.