FréttirMaríulax

Flottur maríulax úr Elliðaánum

Eva Lind Ingimundardóttir með maríulaxinn sinn úr Elliðaánum /Mynd Ingimundur


Eva Lind Ingimundardóttir, 13 ára, landaði fallegum maríulaxi úr Elliðaánum í gær, nánar tiltekið í veiðistaðnum Hraunið sem er á frísvæðinu rétt fyrir ofan vatnsveitubrú. Það komu tveir laxar úr hylnum hjá okkur, en báðir tóku þeir fluguna Sjáandann #14 eftir Einar Pál, en það er sérlega flott fluga á sólríkum degi eins og var í dag. Veiðivörðurinn kíkti við og verðlaunaði maríulaxhafann með medalíu og rétt að benda veiðimönnum á vegum SVFR á; að láta vita komi maríulax á land þannig að hægt sé að fá medalíu.  Fiskur hefur verið að dælast upp árnar og er hann nokkuð vel dreifður um alla á, þannig að það ríkir mikil bjartsýni á sumarið meðal laxveiðimanna við Elliðaárnar.
Elliðaárnar hafa gefið 50 laxa það sem af er sumri sem er fín veiði.