Fréttir

Frír kennslutími við Meðalfellsvatn – og veiði í næstu viku

Mynd: María Gunnarsdóttir

„Það er verið að fara yfir kennsluefnið hérna, æfing fyrir sumarið kallinn,“ sögðu þeir félagarnir Jakob og Kolbeinn við Meðalfellsvatn í dag, þegar þeir voru teknir tali og æfingin trufluð smá stund.

„Kolbeinn er að æfa sig aðeins,“ sagði Jakob sem  sá um að kennslan færi rétt fram, „við erum búnir að fá fisk en aðalatriðið er að æfingin fari rétt fram. Við erum að fara í Brunná í Öxarfirði og það verður að æfa sig áður. Þetta er fínn staður til að æfa sig við og það er einn og einn fiskur að taka,“ sagði Jakob enn fremur.

Eitthvað hefur verið að veiðast af fiski í vatninu það sem af sumri og einn veiðimaður fékk sex ágæta fiska fyrir skömmu, allt urriða.