Grágæsir
Halda sig oftast í hópum utan varptíma, fara þá um í oddaflugi og skiptast á um að hafa forystu. Flugið er beint og kraftmikið. Þær eru mest á ferli í dögun og rökkurbyrjun. Pörin halda saman árið um kring og annast uppeldi unga í sameiningu, kvenfuglinn ungar út meðan karlfuglinn stendur á verði.
Rauðhöfða endur
Á sumrin og á fartíma er kjörlendið grunn lífrík vötn og tjarnir, óshólmar og stararflóð. Fuglinn verpur í mýrum og móum; hreiður er vel falið milli þúfna, í lyngi eða runnum, fóðrað með dúni. Staðfuglar dvelja á lygnum víkum og vogum og lítils háttar á auðum vötnum, tjörnum og ám inn til landsins.
Mynd tekin á Bakkatjörn. Mynd María Björg Gunnarsdóttir
Texti Fuglavefurinn