FréttirOpnun

Mallandsvötn á Skaga er fjölbreytt veiðisvæði

Addi Fannar með flottan fisk í opun Langár

„Veiðin gekk bara vel í Langá á Mýrum og hollið endað í 19 flottum löxum sem opnaði hana sem er bara frábært og allir fengu fisk,“ sagði Jógvan Hansen sem var að opna Langá á Mýrum í góðra vina hópi.

Jógvan Hansen með fyrsta laxinn sinn í sumar og örugglega ekki þann síðasta á sumrinu

„Það er gengið töluvert af fiski og veiðin hefur gengið vel, fiskarnir eru að veiðast víða um ána en mest neðst. Ég held bara að Langá verði góð í sumar, flott vatn og fiskur að ganga á hverju flóði. Þetta var annar veiðitúrinn minn í sumar, fór í Mallandsvötn á Skaga og það var meiriháttar við fengum yfir 60 fiska, flotta. Svæðið er meiriháttar og gaman að fara þarna til veiða. Opnunarhollið á undan okkur mokveiddi, fengum um 200 fiska alla vega.  Aðgengi er gott þarna og fjölbreytt veiðisvæði,“ sagði Jógvan enn fremur.