„Já það voru margir á Þingvöllum og fullt af urriða eins og venjulega í Öxará,“ sagði veiðimaður sem mætti á staðinn með mörgum öðrum til að fylgjast með Jóhannesi Sturlaugssyni handleika og nánast tala við urriðana í ánni.
Og þetta hefur hann gert svo fimlega í fjölda ára og virðist hafa gaman af enda þekkir hann næstum hvern urriða í ánni með nafni og ástarleikurinn hjá þeim virðist vera öflugri með hverju árinu.
„Það er alltaf jafn skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ sagði veiðimaðurinn sem var hættur að veiða í sumar og bíður eftir rjúpunni sem styttist í að veiðin hefjist.