„Á dögunum var hún spurð hvað ætti að gera um páskana þá var svarið að fara á deit með manninum uppá heiði. „Já en æðislegt“ kom þá, já örugglega, við erum að fara í tófukofann að skjóta tófur, þá breyttist svipurinn aðeins,“ sagði Sigfús Heiðar þegar hann var spurður um konuna sína.
„En alla vegana var brunað vestur á veiðislóð og með í för var nýr riffill, í þetta sinn Tikka 204, sem er ætlaður í þetta verkefni. Kominn í kofann um kl. 19 og þá hefst biðin. Sat við skot lúguna og horfði út og beið eftir rebba. Leit á klukkuna 2:18 og ekkert að sjá, hef sennilega aðeins lokað augunum, leit út, hvað er þetta, þetta var ekki þarna áðan. Ég tók sjónauka, jú jú þarna er ein mætt, lúgan opnuð og riffilinn í skotstöðu, bæng og fyrsta tófan fallin klukkan 2:30. Þetta er gömul læða sem vigtaði aðeins 2,3 kg. Konan á örugglega eftir að fá að fara aftur því þetta er svo spennandi veiðiskapur og er allt öðruvísi en önnur veiði,“ sagði Sigfús ennfremur.