Mikil ásókn var í hreindýraveiðileyfi fyrir næsta sumar. Bárust nær 3.300 umsóknir til Umhverfisstofnunar en einungis þriðjungurinn fékk leyfi. Veiði er heimiluð á 1.021 hreindýri. Þótt eindagi greiðslu fyrir leyfi sé liðinn er óljóst hversu margir ætla ekki nýta sér þau.„Í gegnum árin hefur um 15 til 20 prósentum af úthlutuðum veiðileyfum verið skilað inn á þessum tíma, en það getur verið mismunandi milli svæða og eftir kynjum,“ segir Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur á sviði veiðistjórnunar. „Ég er með langan biðlista á öllum svæðum út allt veiðitímabilið, þannig að ég reyni að koma leyfunum út í næstu viku, eða um leið og það er ljóst hversu mörg þau eru,“ segir Jóhann.Talverður samdráttur hefur verið í hreindýraveiðikvóta síðustu ár. Kvóti minnkaði um nær 200 dýr milli 2021 og 2022.
Eldra efni
Hreindýrakvóti fyrir 2023
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur auglýst hreindýraveiðikvóta ársins 2023. UmsóknarfresturUmhverfisstofnun annast sölu hreindýraveiðileyfa. Umsóknarfrestur er til og með þriðjudeginum 28.febrúar en umsóknum skal skilað inn á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is/veidimenn. Útdráttur verður auglýstur síðar. VeiðiheimildirHeimilt er að veiða allt að 901 hreindýr árið
Marjolijn van Dijk er veiðikló
„Á dögunum var hún spurð hvað ætti að gera um páskana þá var svarið að fara á deit með manninum uppá heiði. „Já en æðislegt“ kom þá, já örugglega, við erum að fara í tófukofann að skjóta tófur, þá breyttist svipurinn aðeins,“ sagði
Úr ýmsu að velja í jólamatinn
„Jólamaturinn er klár, rjúpurnar komnar og góð veiði á gæs og silungi í sumar, veiðitímabilið gekk vel,“ sagði Gunnar Ólafur Kristleifsson, þegar við heyrðum í honum í vikunni og hann bætti við; „en það væri samt ágætt að ná í
Margir búnir að veiða sér rjúpur í jólamatinn
„Ég fór á rjúpu í fjóra daga og veiðin var með þokkalegu móti,“ sagði Páll Halldórsson á Skagaströnd, þegar við heyrðum í honum og bætti við; „en það kostar mikla yfirferð ef maður ætlar að veiða vel, það eru alla
Hreindýraveiðar – með hjálp að handan
Frásögn sú sem hér fer á eftir er af veiðiferð sem farin var laugardaginn 20. ágúst 2016. Farið var á tveim jeppum frá Egilsstöðum um morguninn, ég var með Gunnari og Valdimari bróðir hans, sem var með leyfi á kú
Rjúpnaveiðin gekk vel – fáir rjúpnalausir um jólin
„Já þessi vertíð gekk vel og flestir fengu vel í jólamatinn hefur maður heyrt, veðurfarið var alveg ótrúlegt, ég fór þrisvar og fékk nóg af fugli,“ sagði veiðimaður um rjúpnavertíðina sem var að ljúka. „Skotvís gerði könnun meðal félagsmanna og