HreindýrSkotveiði

Samdráttur í hreindýraveiðileyfum

Mikil ásókn var í hreindýraveiðileyfi fyrir næsta sumar. Bárust nær 3.300 umsóknir til Umhverfisstofnunar en einungis þriðjungurinn fékk leyfi.  Veiði er heimiluð á 1.021 hreindýri. Þótt eindagi greiðslu fyrir leyfi sé liðinn er óljóst hversu margir ætla ekki nýta sér þau.„Í gegnum árin hefur um 15 til 20 prósentum af úthlutuðum veiðileyfum verið skilað inn á þessum tíma, en það getur verið mismunandi milli svæða og eftir kynjum,“ segir Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur á sviði veiðistjórnunar.  „Ég er með langan biðlista á öllum svæðum út allt veiðitímabilið, þannig að ég reyni að koma leyfunum út í næstu viku, eða um leið og það er ljóst hversu mörg þau eru,“ segir Jóhann.Talverður samdráttur hefur verið í hreindýraveiðikvóta síðustu ár. Kvóti minnkaði um nær 200 dýr milli 2021 og 2022.

Frétt: Fréttablaðið 21.4.22