Ásgeir Heiðar og Stangaveiðifélag Reykjavíkur héldu skemmtilega veiðisýningu í Elliðaánum í morgun og mættu nokkrir áhugasamir til að fylgjast með ásamt fjölmiðlafólki.
Ásgeir Heiðar fór yfir Breiðuna til að byrja með og síðan á fleiri staði neðarlega í ánum. Síðan færði hann sig ofar í ánum og setti þar fljótlega í tvo laxa, skipti um flugur og lýsti aðstæðum á nokkrum veiðistöðum í Elliðaánum.
Það þarf meira af svona skemmtilegum viðburðum fyrir veiðiáhugafólk yfir sumartímann – hér fylgja nokkrar myndir frá veiðisýningu SVFR í morgun.
/Myndir Gunnar Bender