Það má segja að veiðin hafi byrjað með látum í morgun um sjöleytið í Elliðavatni en þá voru fyrstu veiðimennirnir mættir á staðinn til að renna fyrir fisk. Hann Alfreð Maríusson veiddi þrjá flotta urriða á klukkutíma segir á vef Veiðikortsins. Fína fiska.
„Þetta var óvenjulega góð veiði enda gott veður til veiða,“ sagði veiðimaðurinn Alfreð Maríusson á bökkum vatnsins. Margir eru byrjaðir og fleiri á leiðinni upp að vatni en Veiðikortið bíður ekki bara uppá kaffi og kleinur í dag heldur verður alvöru veislu við Elliðavatn og stendur í tvo dag. Þarna verða Caddisbræðurnir Hrafn og Ágúst ásamt Ólafi Tómasi urriða. Síðan bíður Skóræktin upp á fróðlega gönguferð um svæðið klukkan eitt.
Það má segja að það sé veisla við Elliðavatn í dag, fiskurinn er byrjaður að veiðast og fróðleikurinn flæðir um allt.