Fréttir

Leirvogsáin bólgin af vatni

„Já áin var verulega vatnsmikil, eiginlega bólgin af vatni“, sagði Hafsteinn Már Sigurðsson sem var við fjórða mann í Leirvogsá á sunnudaginn og veiðin gekk rólega. En vorveiði er hafin þessa dagana í Leirvogsá eins og víðar. „Þetta gekk rólega hjá okkur en útiveran var góð það vantaði ekki“, sagði Hafsteinn sem átti við vatnsbólgna Leirvogsánna. Leirá í Leirársveit hefur gefið 30 sjóbirtinga sem verður að teljast harla gott í byrjun veiðitímans en fyrsta daginn veiddust 26 fiskar.  Veiðimenn hafa reynt töluvert í Varmá og eitthvað fengist en ekki mikið. „Við fengum tvo fiska og misstum tvo, það var líf en ekki mikið“, sagði veiðimaður sem var við veiðar um helgina og ætlaði aftur næstu helgi. „Þetta var alls ekki nóg“.

Mynd. Anna Lea Friðriksdóttir kastar flugunni fimlega í Leirvogsá um helgina. Mynd Hafsteinn.