Borgarstjóra var afhentur undirskriftarlisti þar sem skorað er á borgaryfirvöld að opna skotsvæðin á Álfsnesi nú þegar. 2703 skráðu sig á listann með rafrænum skilríkjum. Dagný Huld Hinriksdóttir stóð fyrir söfnuninni ásamt eiginmanni sínum, Guðna Þorra Helgasyni. Við listanum tóku þau Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Einnig voru mættir tveir fulltrúar skotfélaganna þeir Guðmundur Kr. Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur og Þórir Ingi Friðriksson úr Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis. Listarnir voru afhentir við Skothúsveg þar sem Skotfélag Reykjavíkur hóf starfsemi sína og var formlega stofnað þann 2.júní 1867!
Eldra efni
Margir að skjóta á Kaldadal
„Þetta var mín fyrsta rjúpnaferð á þessu tímabili, ákvað að fara í Kaldadalinn sem skartaði sínu fegursta í sólskini, logni og mínus þrem gráðum og smá snjó í lautum og klettum,“ sagði Guðrún Hjaltalín í samtal við veidar.is og bætti við:
Tíunda árið á Grænlandi
„Já veiðiferðin til Grænlands gekk vel og við fengum fjögur dýr á fjórum dögum, sagði Gísli Örn Gíslason en þetta er tíunda árið sem Gisli fer til Grænlands á hreindýraveiðar. Hann hefur stundað veiðiskap á Íslandi í yfir tuttugu ár. „Við
„Jólin eru klár“
Það voru margir sem sem fóru til rjúpna síðustu helgi til að sækja sér í jólamatinn og einhverjir náðu því takmarki. Við heyrðum aðeins í þeim fegðum Gunnar Ólafi og syni hans Finnboga Þór sem fóru upp á Kjöl. „Fórum
Rjúpur – Lagapus mutus
Rjúpa eða fjallrjúpa er eini hænsnfuglinn sem lifir villtur á Íslandi. Hún er hnellin og vængirnir stuttir og breiðir. Hún fellir bolfjaðrir þrisvar á ári en flugfjaðrir aðeins einu sinni. Varpbúningur rjúpu er að mestu brúnn, karlfuglinn er grádílóttur en kvenfuglinn guldílótt.
Norðurlandameistari í skotfimi
Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands varð í dag Norðurlandameistari í haglabyssugreininni SKEET. Þetta er fyrsti Norðurlandatitill Íslendinga í skotfimi frá upphafi. Mótið fer fram í Kouvola í Finnlandi. Ísland á 11 keppendur á mótinu að þessu sinni og hafa þau
Rjúpnaveiðinni lokið í ár
Á sama tíma og Hreðavatn lagði aðeins voru síðustu rjúpnaveiðimennirnir að ná sér í jólamatinn. „Við vorum fyrir norðan og fengum 8 rjúpur, sem er bara fínt,“ sagði Ellert Aðalsteinsson rjúpnaskytta og fyrir austan voru veiðimenn einnig að keppast við að fá