FréttirVeiðiréttur

Laxá í Leirársveit, Sporðablik með hæsta tilboðið

Til­boð í veiðirétt í Laxá í Lei­rár­sveit 2023 til 2027 voru opnuð í dag en 13 aðilar höfðu óskað eftir útboðsgögnum á sínum tíma. Stjórn Veiðifélags Láxár í Leirársveit opnaði tilboðin og hefur upplýsti um það hverjir buðu í veiðiréttinn, upphæðir og úthlutanir yfir veiðitímabilið til og með ársins 2027. Einnig var óskað eftir tilboðum í Eyrarvatn, Þórisstaðavatn og Geitabergsvatn sem tilheyra veiðisvæði Laxár og að auki komu tilboð í Selós og Þverá sem eru á því svæði.  Sporðablik ehf er með hæsta tilboðið, núverandi leigutakar, með 69 milljónir.  Síðan komu Fish Partner með 62,8 milljónir og Bókabúðin 58,5 milljónir. Eitthvað á eftir að skoða fleiri tilboð en þó ekki ólíklegt að áfram verði sömu leigutakar með Laxá í Leirarsveit.