Fréttir

Laxinn er alla vega á leiðinni

Ungir veiðimenn
Mynd 2
Laxinn að koma

„Nei við höfum ekki séð lax í Laxá í Kjós ennþá“ segir Haraldur Eiríksson í Kjósinni og sama streng tekur Brynjar Þór Hreggviðsson við Norðirá. „Nei ekki ennþá en það er flott vatn en erfitt að skyggna ána. Mikið vatn og grængrá áin núna. Erum að milli strauma en ekki langt í þetta, bara klukkustundir,“ sagði Brynjar og það var einmitt svipuð staða við Elliðaárnar í gær. Hrikalega mikið vatn eins og í Fossinum en Breiðan var flott. Það var sama hvað var rýnt í strauminn fiskurinn sést ekki ennþá. En það er stækkandi straumur þessa dagana.“
Við færum okkur úr Elliðaánum og upp við Rauðavatn þar var allt á fleygiferð þar sem Klaus Frimor, einn fremsti flugukastari heims, var með námskeið og þar fylgdust nemendur með af áhuga. Þegar farið hafði verið yfir réttu handtökin fóru allir að æfa sig við vatnið. Þetta gekk bara vel. Við færum okkur aftur og núna við Elliðavatn þar sem margir voru að veiða og á öllum aldri. Höfum sjaldan séð svo marga veiðimenn við vatnið síðan það opnaði í vor, ungir veiðimenn að kasta fyrir bleikjur og urriða, æfingin skapar meistarann og áhuginn var mikill. Það skiptir ekki máli á hvaða aldri maður er, æfingin skapar meistarann.


Mynd 1: Klaus Frimor fer yfir aðalatriðin við Rauðavatn.
Mynd 2: Ungir veiðimenn við Elliðavatn, seinni partinn í gær.
Mynd 3: Kíkt eftir fiski í Elliðaánum.
Myndir Maria Gunnarsdóttir.