„Það er grillaður saltfiskur frá Hauganesi í kvöldmatinn, en enginn lax gengin í ána og áin vatnslítil þessa dagana,“ sagði Axel Óskarsson á veiðislóðum í Ísafjarðardjúpi í Laugardalsá, þegar við heyrðum í honum, en hann er að opna ána með fleiri vöskum veiðimönnum.
„Það er geggjað veður núna, hlýttog milt, það er hellingur af urriða en mun smærri en undanfarin ár og enginn bleikja,“ sagði Axel í Djúpinu, þar sem laxateljarinn virkar ekki, sem er alls ekki gott og eiginlega mjög slæmt. Hann skiptir öllu máli