FréttirOpnun

Róleg opnun í Laugardalsá en gott að borða

Óskar Daníel Axelsson með urriða /mynd: Axel

„Það er grillaður saltfiskur frá Hauganesi í kvöldmatinn, en enginn lax gengin í ána og áin vatnslítil þessa dagana,“ sagði Axel Óskarsson á veiðislóðum í Ísafjarðardjúpi í Laugardalsá, þegar við heyrðum í honum, en hann er að opna ána með fleiri vöskum veiðimönnum.

Hundurinn Meyja á vaktinni /mynd: Axel

„Það er geggjað veður núna, hlýttog milt, það er hellingur af urriða en mun smærri en undanfarin ár og enginn bleikja,“ sagði Axel í Djúpinu, þar sem laxateljarinn virkar ekki, sem er alls ekki gott og eiginlega mjög slæmt. Hann skiptir öllu máli