EldislaxarFréttir

Stokkurinn var fullur af eldislaxi í Hrútafjarðará

Þetta vill enginn sjá aftur. Aðsend mynd

„Við sáum fullt af eldislaxi í Stokki í Hrútafjarðará, helling fyrir nokkrum dögum og það hefur komið á daginn þetta reyndist rétt, hann var nákvæmlega þarna,“ sagði veiðimaður sem var við veiðar í ánni um daginn og bætti við; „það var hellingur af þeim í Síká við gömlu brúna, 12 til 14 punda fiskar sem ekkert tóku og ráfa þarna um hylinn daginn út og inn,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur.

Og þetta er allt að koma á daginn, Stokkurinn var fullur af eldisfiski og norskir rekkafararnir skutluðu 24 slíka í Hrútafjarðará í dag, en alls hafa veiðst 38 slíkir fiskar í ánni í sumar og það er örugglega töluvert af þessum fiski ennþá í ánni.

Alls veiddust 186 laxar í ánni í sumar og er það ekki uppá marga fiska þetta veiðitímabil.