Í bókinni Fornihvammur í Norðurárdal eru margar frásagnir af lífi og lífsbaráttu fólks á Holtavörðuheiðinni, þeirri fjölförnu leið ferðafólks um hálendið. M.a. birtist þar viðtal við bóndann í Fornahvammi, sem skáldið og rithöfundurinn Jökull Jakobsson tók um miðjan 7. áratuginn og birtist í dagblöðum þess tíma. Í þessu skemmtilega viðtali skáldsins segir Gunnar Guðmundsson, bóndinn í Fornahvammi, m.a. frá lífi sínu og fjölskyldunnar á bóndabænum og hvernig sportveiðar voru stór hluti af lífsviðurværi þeirra sem áttu bústaði í hrjóstugu hálendinu í Norðurárdal. Viðtalið má lesa hér en bókin um Fornahvamm kom út í nóvember 2023 og er til sölu í helstu bókaverslunum landsins.
Eldra efni
Feiknaveiði í Vatnamótunum – hundrað fiskar á nokkrum dögum
Sjóbirtingsveiðin hefur verið allt í lagi síðustu daga og veiðimenn að fá fína fiska, vel haldna eftir veturinn. Tungulækur, Tungufljót, Geirlandsá og Vatnamótin hafa verið að gefa flotta veiði. Það hefur aðeins hlýnað og það hefur sitt að segja með aflamagnið.
Styttist í fyrsta þáttinn á Hringbraut
„Það styttist í að Veiðin með Gunnari Bender byrji á Hringbraut en fyrsti þátturinn fer í loftið 24. mars nk. Þar verður fjör við Norðurá í Borgarfirði þegar áin opnaði í fyrra og síðan sagt frá veiðihúsinu við Laxfoss, sem
Komdu að veiða – ný veiðibók
Nú fyrir jólin á veiðifólk von á góðu því að Sigurður Héðinn, eða Siggi Haugur eins og margir þekkja hann, er búinn að skrifa – og mála – nýja veiðibók. Bókin heitir einfaldlega því skemmtilega nafni Komdu að veiða, enda
Lokatölurnar streyma inn
Á vef Landssambands veiðifélaganna eru nú að birtast lokatölur um aflatölur úr veiðiám sumarsins: Veiðisvæði Dags./ Date Total salmon 2022 Stangir/Rods Total salmon 2021 Ytri Rangá og Hólsá vesturbakki 28.09.2022 4662 24 3437 Eystri-Rangá 28.09.2022 3534 18 3274 Miðfjarðará Lokatölur
Sérstakur dagur
„Við pabbi vorum að koma úr Korpu i gær,” sagði Ásgeir Ólafsson og bætti við, „já það var nú frekar sérstakur dagur. Það var glampandi sól og nánast logn fyrir hádegi en okkur gekk ekkert að hreyfa við fisknum, jafnvel
Fyrirkomulag rjúpnaveiða
Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra hefur fallist á tillögu Umhverfisstofnunar að fyrirkomulagi rjúpnaveiða ársins 2023. Fyrirkomulag veiðaUmhverfisstofnun leggur til að veiðar verði heimilar sem hér segir:Frá og með 20. október og til og með 21. nóvember frá og með föstudögum til