„Þetta er bara frábær byrjun, allir komnir með fisk eftir hálftíma, flottir fiskar og gaman að þessu,“ sagði Stefán Sigurðsson og Harpa Hlín Þórðardóttir tók í sama streng. „Flott já að veiða fyrsta fiskinn og allir búnir að ná einum,“ sagði Harpa ennfremur.
Frábær byrjun í Leirá í Leirársveit í morgunsárið, eftir hálftíma voru þrír flottir fiskar komnir á land, sem öllum var þó sleppt en fljótlega var talan kominn í 14 fiska. Fyrir nokkrum dögum var áin ísilögð, í gær var hún lituð og í dag eins og draumur veiðimanna. „Áin er bara flott í dag eftir síðustu daga, “ sagði Stefán að lokum.
Það er víða opnað í dag en þessi byrjun í Leirá lofar sannarlega góðu með næstu daga.