,,Það hefur verið klikkað að gera upp á síðkastið,“ sagði Elvar Reykjalín þegar við hittum hann á Hauganesi en hann var á fullu í öllum störfum og sló ekki slöku við frekar en fyrri daginn. „Þetta er búið að vera fínt,“ sagði Elvar ennfremur.
Það var ýmislegt að sjá á Hauganesi einn og einn lifandi veiðimaður með stöng að ganga frá sjónum og aðrir eru úr tré, sem Valur Höskuldsson hefur snilldarlega tálgað út og er einn þeirra í garðinum.
Þetta er gefandi vinna og ágætt að róa sig niður fyrir næsta veiðitúr með því að skoða þessa snilldar trévinnu Vals. Á Hauganesi er ýmislegt hægt að skoða daginn út og inn, tréverkin á Hauganesi og margt annað á svæðinu. Hægt að ganga út á bryggjuna og renna fyrir fisk en hann er víða farinn að gefa sig við bryggjur landsins.