Heldur sig einkum í lífríkum starmýrum og við grunnar tjarnir og polla á láglendi. Verpur nærri vatni í þéttum gróðri, undir þúfum, runnum og háu grasi. Hreiðrið er dæld, fóðruð með sinu og dúni.
Mynd: María Björg Gunnarsdóttir www.fuglavefurinn.is
Haukadalsvatn er 3,28 km², 41 m djúpt og í 37 m hæð yfir sjó. Veiðileyfin gilda á 1 km kafla á veiðisvæði Stóra-Vatnshorns. Það er mikið af bleikju í vatninu og stundum veiðist þar lax, þar sem Haukadalsá rennur í
Varpstöðvarnar eru í votlendum hálendisvinjum, meðfram ám og lækjum, oft í gljúfrum. Heiðagæs gerir sér hreiður á þúfnakolli eða annarri mishæð, eða á klettasyllu, og klæðir að innan með stráum og dúni. Sami hreiðurstaður er oft notaður ár eftir ár.
Skeiðönd er sérkennileg önd, með sinn mikla gogg, hún er sjaldgæfasta öndin sem verpur reglulega hér á landi. Hún er minni en stokkönd, hálsstutt og fremur kubbsleg. Á steggnum skiptast á dökkir litir og hvítur, hann er með grængljáandi höfuð
Lómurinn er straumlínulagaður og svipaður frænda sínum, himbrimanum, en þó mun minni. Hann er gráleitur, dökkur að ofan en ljós að neðan, með langa, mjóa vængi. Á sumrin er hann grár á höfði og hálshliðum, langröndóttur á afturhálsi og með
Krían verpur í margs konar kjörlendi, bæði grónu og gróðursnauðu. Stærstu byggðirnar eru á láglendum strandsvæðum og eyjum. Kría finnst einnig inn til landsins við ár og vötn, jafnvel á miðhálendinu eða við tjarnir í þéttbýli. Hreiðrið er oftast lítilfjörleg
Brandönd er stór og skrautleg önd sem minnir talsvert á gæs. Í fjarska virðist brandönd vera hvít með dökkt höfuð. Hún er með svart höfuð og háls með grænni slikju, brúnt belti sem nær upp á bakið. Dökk rák nær