„Já kíktum í Minnivallalæk ég og Stefán bróðir, vorum að vinna í veiðihúsinu og kíktum svo aðeins í veiði eftir það, “sagði Ómar Smári Óttarsson í samtali við Veiðar. „Við byrjuðum á neðri stöðunum í Viðarhólma og Djúphyl og fleiri stöðum. Það var mikið vatn í læknum og sá ég strax að fiskurinn myndi ekki vera á hefðbundnum stöðum. Hann var meira á grinningunum og neðarlega á svæðinu. Undir var squirmy og pheasant tail og veiði ég mest á þær í Minnivallalæk. Neðarlega í Viðarhólma var flugan tekin og eftir góða baráttu kom á land spikfeitur 69 cm urriði mjög fallegur sem tók pheasant tail nr 14. Svo prófum við Djúphyl en lítið að gerast og frekar opið svæði og mikið rok. Enduðum í Stöðvarhyl og veiddum hann vel og lengi það var ekki fyrr en ég veiddi neðsta partinn af staðnum. Þá tók fallegur fiskur og lét ég litla bróðir fá stöngina og hann náði að landa þessum flotta 60 cm dreka, sem hafði tekið squirmy stærð 12. Þetta var bara yndislegur veiðitúr í Minnivallarlækinn“ sagði Ómar Smári ennfremur.
Myndir: veitt í Minnivallarlæk