Varpstöðvarnar eru í votlendum hálendisvinjum, meðfram ám og lækjum, oft í gljúfrum. Heiðagæs gerir sér hreiður á þúfnakolli eða annarri mishæð, eða á klettasyllu, og klæðir að innan með stráum og dúni. Sami hreiðurstaður er oft notaður ár eftir ár. Hluti gæsanna hefur viðdvöl á láglendi á fartíma, aðallega á vorin og þá oftast í ræktuðu landi. Meirihlutinn flýgur þó rakleitt inn á hálendið á vorin og tekur sig þaðan upp á haustin.
Texti: Fuglavefurinn
Mynd María Björg Gunnarsdóttir