Mikil þurrkatíð hefur einkennt laxveiðina á suðvestuhorninu síðustu daga og vikur og veiðin því ekki verið upp á marga fiska. Ævintýrin gerast þrátt fyrir það en Hrafnhildur Sigþórsdóttir var að veiða neðsta svæðið í Langá í gær þegar hún setur í tröllvaxinn 94 sm lax. Undir var undraflugan Silver Sheep #14 og stóð baráttan lengi fir enda vildi veiðikonan ekki taka of fast á þessum stórfiski þar sem hún var ekki með taum fyrir svona átök. Laxinn tók í Myrkhyl (nr. 8) og stjórnaði hann ferðinni algörlega til að byrja með en hægt og rólega náði Hrafnhildur að smokra laxinum upp á Breiðuna (9) þar sem honum var landað innan um fjölda áhorfenda sem bar að garði til að fylgast með baráttunni. Það var erfitt að segja til um hvor var þreyttari eftir átökin, veiðikonan eða laxinn, þannig að ekki var farið í miklar myndatökur af veiðikonu og laxi.
Eldra efni
Veiðispilið Makkerinn komið víða og fengið góð viðbrögð
„Hefði viljað fá spilið fyrr að utan en það er víða búið að dreifa því og viðbrögðin flott,“ segir Mikael Marinó Rivera þegar við hittum hann á hlaupum við að dreifa spilinu í veiðibúðir, en þeir sem hafa tjáð sig um spilið segja
Þegar ísa leysti veiddist vel í Geirlandsá
„Það fór allt að gerast þegar ís leysti seinnipartinn í dag og við fengum 23 fiska, en þetta var mjög erfitt,“ sagði Bjarki Bóasson við Geirlandsá, þegar við heyrðum í honum. Og hann bætti við; „já þetta var mjög erfitt í morgun, klukkan
Skítakuldi og veiðimenn flúnir heim
Það er sannkallað vetrarveður í Mývatnssveitinni og flestir úr hollinu sem ættu að ljúka veiðum um hádegi á morgun eru farnir til að komast suður áður en heiðarnar lokast! Það er kalt og snjókoma. Caddis bróðirinn Hrafn Ágústsson, Þórir Bergsson
Ískalt við veiðiskapinn
Það má segja að það sé ansi kalt við veiðiskapinn þessa dagana, hitastigið rétt fyrir ofan frostmarkið víða og jafnvel snjómugga á köflum. Þannig var það við Geirlandsá í dag þar sem vaskir veiðimenn mættu og einn úr þeirra hópi var
Metfjöldi genginn í gegnum teljarann
„Annað árið í röð hélt fjölskyldan til veiða í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi. Átti nú að jafna metin frá í fyrra þegar laxinn var mikið að stríða okkur og duglegur við að spýta útúr sér flugunni,“ sagði Halldór Jörgensen sem var
„Að lesa strauminn“ nördaveisla Stangó verður 15. janúar
Nördaveislur Stangó verða vettvangur fyrir þá sem vilja læra, ræða og njóta í kringum sameiginlegt áhugamál okkar. Fyrsta nördaveisla vetrarins (Að lesa strauminn) verður þann 15. janúar. Húsið opnar kl. 19:00, dagskrá hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 22:15.