„Það er mikið af fiski í Varmá þessa dagana en fiskurinn mætti taka betur,“ sagði Hilmar Þór Sigurjónsson veiðimaður úr Hveragerði sem finnst fátt skemmtilegra en að veiða í Varmá og sjá um leiðsögn fyrir veiðimenn við ána. „Frétti af veiðimanni í fyrradag sem landaði sex góðum sjóbirtingum og fleiri hafa veitt hér vel. Held að það sé mest af fiski fyrir ofan hesthúsabyggðina,“ sagði Hilmar Þór sem var búinn að vera í nokkra daga við veiðar í sumar og á eftir nokkra veiðidaga til viðbótar.
Eldra efni
Skógá öll að koma til eftir frekar mögur ár
„Þetta er allt að fara á fleygiferð í Skógá þessa dagana og veiðimenn að fá fína veiði síðustu daga en mest veiðast hængar hjá okkur þetta er bara veisla núna,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson sem kom Skógá á kortið fyrir nokkuð mörgum árum
Ég er ekki viss en hann er þá kominn snemma
Veiðimenn eru víða farnir að kíkja eftir laxinum og Ásgeir Heiðar var að skoða í Elliðaánum í morgunsárið. Það styttist í að laxinn mæti á staðinn. Í Kjósinni var snjókoma í gær og erfitt að sjá eitthvað en laxar hafa sést á
Gíslastaðir; 6 laxar teknir á flugu og einn á spón
„Zelda nr. 6 var að gefa flesta fiskana eða 4 stk og tveir komu á Kröfluna og einn á spóninn eins og áður sagði,“ sagði Kjartan Antonsson og bætti við; „hnýtti nokkrar Zeldur sérstaklega fyrir þessa ferð og prófaði 5 útgáfur af
Ísinn traustur en gæti breyst á næstu dögum
Dorgveiði hefur mikið verið stunduð í vetur eftir að vötnin setti og verulega fór að kólna. Það á við víða um allt land þar sem menn fara með borinn og renna fyrir fisk. Fátt er betra en koma sér fyrir
Fyrstu laxarnir úr Grímsá
„Já við erum byrjaðir í Grímsá í Borgarfirði en veiðin hófst í morgun og það komu fjórir laxar á land,“ sagði Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa við Grímsá. Það eru erlendir veiðimenn sem opna ána þetta árið og það er rúmt um
Skemmtileg veiðisýning í Elliðaánum
Ásgeir Heiðar og Stangaveiðifélag Reykjavíkur héldu skemmtilega veiðisýningu í Elliðaánum í morgun og mættu nokkrir áhugasamir til að fylgjast með ásamt fjölmiðlafólki. Ásgeir Heiðar fór yfir Breiðuna til að byrja með og síðan á fleiri staði neðarlega í ánum. Síðan