Fréttir

Rólegt við Elliðavatnið en laxar að renna sér upp árnar

Við Elliðavatn. Mynd/María Gunnarsdóttir

„Veiðin gengur rólega núna, ekki fengið högg, ætla að færa mig á annan stað,“ sagði veiðimaðurinn við Elliðavatnið í gærkvöld og bætti við; „þetta kemur allt,“ og kom sér inní bíl, það var farið að rigna.

Einn og einn fuglaljósmyndari hreyfði sig ekki neitt þó það væri farið að rigna og hélt áfram að taka myndir af flórgóðanum sem hvergi fór. Svona var lífið við Elliðavatn og veiðimaður hafði komið sér fyrir langt úti í vatni, hann var að fá eitthvað, svona var þetta við Elliðavatn á júníkvöldi.

Neðst í ánni voru laxar að skríða inn í ána einn og einn, enda verið ágæt veiði síðan veiðin byrjaði, laxinn að taka hjá veiðimönnum og helvítis regnbogi veiddist, fiskurinn sem ekki átti að fara neitt á sínum tíma. Hann hefur komið sér fyrir í nokkrum ám eins og Minnivallarlæk en hvernig komst hann þangað og í Elliðaárnar? Þetta er stórskrítið allt saman.