„Við vorum að koma úr Þverá í Fljótshlíð og það var bara geggjað, flott veiðiá,“ sagði Jógvan Hansen í samtali nýkominn af veiðislóðum og bætti við; „það fengu allir fiska sem er gott. Það veiddust 7 laxar, urriðar og sjóbirtingar og það var verið að taka fiskana á tveimur stöðum, númer 50 og 48. Aldrei veitt þarna áður og þetta var skemmtilegt, ótrúlega fallegt þarna í kringum ána, sá jökul, beljur, golfvöll og ána allt í sömu myndinni. Hylur 48 var bestur við neðri brú, töluvert af fiski þar,“ sagði Jógvan og segist ætla að renna aftur fyrir fisk þarna.
Eldra efni
Fyrsti fiskurinn á land
Hann Alexander Óli var í skýjunum með fyrsta fiskinn sinn, fékk hjálp frá pabba að þræða orminn á öngulinn. Fiskurinn veiddist í Urriðavatni í Fljótsdalshéraði í sól og blíðu. „Þetta var meiriháttar,“ sagði Óli Jakob Björnsson, faðir Axelander og bætti
Aðalfundur SVFR í kvöld
Minnum á aðalfund Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem fram fer í kvöld, fimmtudaginn 27. febrúar, klukkan 18:00 í Akoges salnum Lágmúla 4. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru félagsmenn hvattir til að mæta og efla tengslanetið. Dagskráin er sem hér segir:
Allt tveggja ára laxar á land í Haukadalsá
„Já við erum að opna Haukadalsá og það eru komnir fjórir laxar á land, allt tveggja ára laxar, en áin opnaði í gærdag,“ sagði Gunnar Helgason leikari, sem er að opna Haukadalsá í Dölum í hópi vaskra veiðimanna. ,,Þetta er
Þetta var frábær veiðitúr
„Já þetta var frábær túr að baki í Tungufljót fyrir nokkrum dögum og við fengum flotta fiska,“ sagði Daníel Gíslason um veiðitúrinn í fljótið. En sjóbirtingsveiðin hefur gengið víða vel og veiðmenn komist í góða veiði. Veðurfarið hefur verið fínt síðustu daga og vikur sem hefur ekki
Veiði eins mikið og ég get
„Já ég er orðinn verulega spenntur að byrja að veiða þann 1. apríl nk. í Ytri-Rangá, það verður gaman,“ sagði Björn Hlynur Pétursson, en sjóbirtingsveiðin hefst 1. apríl og eru margir orðnir spenntir að renna fyrir fisk eftir langa bið. „Það á
Líf og fjör við Elliðaárnar í morgun
Það var margt um manninn við opnun Elliðaánna í morgun en einn lax var kominn á land þegar síðast var vitað. Mikið hefur gengið af fiski síðustu daga í árnar og byrjun veiðitímans gæti orðið góð. „Mér lýst vel á