Vorveiði hefst í Minnivallalæk 1.apríl og er opnunin laus eins og er. En vegna viðhalds og breytinga verður Veiðihúsið Lækjamót ekki í boði með veiðileyfinu fyrr en um miðjan maí, en nota má þó aðstöðuna í húsinu við veiðar í læknum á þessum tíma. Hæg verður að kaupa staka daga eða jafnvel stakar stangir þá, allt eftir óskum kaupenda. Stangardagurinn er á kr. 15.000 og að hámarki eru fjórar stangir leyfðar í læknum. Töluvert er laust eins og er í vor en er vel bókað er líður inn í sumarið. Þó má finna nokkur laus holl með veiðihúsinu þá og allar fjórar stangirnar eru seldar saman með gistingu og kosta þá á bilinu kr. 30-35.000 á dag stöngin. Spyrjið um nánari upplýsingar.
Eldra efni
Veiðiþættirnir sýndir á Hringbraut
Veiðiþættirnir sem Gunnar Bender hefur sett saman eru sýndir á Hringbraut næstu 4 vikurnar. Þættina á sjónavarpsstöðinni má nálgast hér en síðar verða þeir aðgengilegir hér á Veiðar.is. Fylgist með þessum skemmtilegu þáttum Gunnars þar sem víða er komið við
Valdimar Flygenring staðahaldari í Langá
Valdimar Örn Flygenring hefur verið ráðinn staðarhaldari í Langá á Mýrum samkvæmt heimildum og hann bíður spenntur eftir sumrinu eins og fleiri veiðimenn sem ætla að renna fyrir fisk í sumar. En það styttist í veiðisumarið með hverjum degi en við heyrðum aðeins
Flottar bleikjur úr Vífilstaðavatni
„Kíkti aðeins í Vífilsstaðavatn í dag (annan í páskum) og fékk tvær fínar bleikjur og einn lítinn urriða, var þarna í nokkra tíma,” sagði Ásgeir Ólafsson í samtali við Veiðar. „Vatnið var aðeins gruggugt eftir rokið síðustu daga en flugan
Urriðafoss með 235 laxa
– Veiðinni virðist nokkuð misskipt nú í upphafi tímabils en nokkrar ár fara mjög vel af stað á meðan rólegra er annars staðar. En almennt lítur byrjunin ágætlega út. – Elliðaárnar byrja af miklum krafti en þar eru komnir 30
17 laxar á land á fyrsta degi í Þjórsá
Byrjunin í Þjórsá í dag lofar sannarlega góðu með framhaldið í veiðinni, tveggja ára flottir fiskar, vel haldnir úr sjó. En 17 laxar veiddust á þessum fyrsta degi í ánni og það tók aðeins 7 mínútur að landa þeim fyrsta
Fullt af flottum veiðibókum í Bókakaffinu
„Já við eigum til helling af flottum veiðibókum hérna hjá í Bókahaffinu í Ármúla fyrir veiðimenn á öllum aldri,“ sagði Jóhannes Ágústsson en hann sýndi okkur hverja veiðibókina af annarri er við litum inn til hans í dag. Engar alvöru