Vorveiði hefst í Minnivallalæk 1.apríl og er opnunin laus eins og er. En vegna viðhalds og breytinga verður Veiðihúsið Lækjamót ekki í boði með veiðileyfinu fyrr en um miðjan maí, en nota má þó aðstöðuna í húsinu við veiðar í læknum á þessum tíma. Hæg verður að kaupa staka daga eða jafnvel stakar stangir þá, allt eftir óskum kaupenda. Stangardagurinn er á kr. 15.000 og að hámarki eru fjórar stangir leyfðar í læknum. Töluvert er laust eins og er í vor en er vel bókað er líður inn í sumarið. Þó má finna nokkur laus holl með veiðihúsinu þá og allar fjórar stangirnar eru seldar saman með gistingu og kosta þá á bilinu kr. 30-35.000 á dag stöngin. Spyrjið um nánari upplýsingar.