Byrjunin í Þjórsá í dag lofar sannarlega góðu með framhaldið í veiðinni, tveggja ára flottir fiskar, vel haldnir úr sjó. En 17 laxar veiddust á þessum fyrsta degi í ánni og það tók aðeins 7 mínútur að landa þeim fyrsta þetta sumarið.
„Við fengum 17 laxa í Þjórsá í dag sem er fín veiði,“ sagði Stefán Sigurðsson, maðurinn sem er búinn að veiða fyrsta laxinn í ánni alla vega síðustu fimm ár“ og bætti við; „allir fiskarnir voru á bilinu 80 til 86 sentimetrar, flottir fiskar og lús á nokkrum þeirra,“ sagði Stefán ennfremur.
Byrjunin lofar góðu og veiðimenn sem við heyrðum í dag og áttu veiðileyfi í Þjórsánni eftir nokkra daga voru orðnir verulega spenntir að renna fyrir laxinn. Veislan er bara rétt að byrja.
Mynd; Louise Laycock ensk veiðikona flottan lax úr Þjórsá í dag. Mynd Harpa.