Það var mikill spenningur hjá þeim systkinum Allan Sebastian 8 ára og Kötlu Madeleine 6 ára að fá loksins að fara í laxveiði með pabba og afa. Förinni var heitið í Flókadalsá í Borgarfirði og voru þau Allan og Katla bjartsýn að landa maríulaxinum enda veiðin þar verið með besta móti í sumar. Eftir að hafa skoðað í fluguboxin valdi Katla fluguna Undertaker á meðan Allan leist best á Svarta Kröflu. Til að gera langa sögu stutta þá stóð Flókadalsá undir væntingum og með smá kasthjálp frá pabba var tveimur maríulöxum landað eftir snarpar viðureignir með bremsuna í botni. Það minnkaði ekkert veiðidellan hjá þessum aflaklóm eftir þessa ferð.
Mjög góð veiði hefur verið í Flókadalsá í Borgarfirði í sumar og eru allavega komnir 240 laxar á land sem verður að teljast góð veiði.
Mynd: Allan Sebastian með sinn maríulax.