„Ég fæ að veiða hjá vinafólki fyrir austan og það styttir biðina eftir næsta veiðitíma,“ sagði veiðimaður og bætti við: „Veðurfarið er einstakt dag eftir dag og þess vegna frábært að kasta flugu í sjö gráðu hita og fá fisk til að taka, fékk fjórar bleikjur í fyrradag,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur.
Já það eru margir sem ekki hafa lagt stöngina á hilluna og veiða áfram en veiðileyfi eru enn til staðar í nokkrum vötnunum. Þegar veðurfarið er svona milt vikum saman þá leggur maður ekki stöngina á hilluna svo létt.
Veiðimenn hafa veitt í blíðunni, vötn eru opin og margir með leynistaði og polla þar sem ennþá má kasta flugunni fyrir fiska. Aðeins á að kólna í næstu viku en ekkert til þess að gera og fiskurinn sækir áfram í fluguna. Í Hafravatn hafa margir farið til veiða en þar má veiða allt árið og því enginn að spyrja um veiðileyfi. Það er það góða við Hafravatnið.