Skúföndin er fremur lítil og nett önd og er algengasta kaföndin á láglendi. Hún er mjög dökk, steggurinn er með svart, blágljáandi, hnöttótt höfuð með lafandi hnakkaskúf. Síður eru hvítar, svo og kviður, undirvængir og vængbelti, fjaðurhamur annars svartur eða brúnsvartur. Í felubúningi er hann
Brandönd er stór og skrautleg önd sem minnir talsvert á gæs. Í fjarska virðist brandönd vera hvít með dökkt höfuð. Hún er með svart höfuð og háls með grænni slikju, brúnt belti sem nær upp á bakið. Dökk rák nær
Fargestirnir nýta sér mýrar og tún nærri ströndinni á vorin, auk þess gróið land á hálendinu og lyngmóa á haustin. Varpfuglarnir verpa á áreyrum og hólmum í jökullónum. Mynd: María GunnarsdóttirFuglavefurinn.is
Kjóinn er mun minni en ættingi hans, skúmurinn. Langar oddhvassar miðfjaðrir sem skaga 5–10 cm aftur úr stélinu eru einkennandi. Tvö litarafbrigði eru af kjóa, dökkt og ljóst. Dökkur kjói er að mestu móbrúnn, með svartleita kollhettu, vængi og stél.
Himbrimi er stór, sterklegur og rennilegur vatnafugl, einn af einkennisfuglum íslenskra heiðavatna. Á sumrin er hann með gljásvart höfuð og háls, á hálsi er ljós kragi með svörtum langrákum og sama litamynstur á bringuhliðum. Hann er svartur að ofan, alsettur
Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um Evrópu, niður til Afríku og Asíu. Þeir hafa ekki sest að hérna á Íslandi en eru reglulegir vetrargestir. Stundum hafa sést hér á bilinu 50-100 fuglar yfir veturinn.