FréttirOpnun

Það verður gaman að opna Langá á Mýrum

Jógvan Hansen með flottan lax úr Langá á Mýrum. /Mynd: G.Bender

Hver laxveiðiáin að annarri opnar þessa dagana og byrjunin er víða ágætt, Hítará gaf tíu laxa fyrsta daginn og Grímsá í Borgarfirði þrjá. Langá á Mýrum opnar í fyrramálið með vöskum veiðimönnum og konum.

„Já það er búið að vera klikkað að skemmta út um allt og svo er það Langá á Mýrum næst á dagskrá. Það verður gaman að opna ána með skemmtilegu fólki eins og síðustu árin,“ sagði Jógvan Hansen þegar við heyrðum í honum en Langá opnar í fyrramálið á slaginu sjö, það verður örugglega fjör á bakkanum.

„Maður veit ekki með veiðina hvernig hún verður en það hafa sést laxar í ánni nýlega og aldrei að vita hvað gerist, það verður reynt vel.  Það verður eitthvað meira um veiða í sumar en fátt er skemmtilegra en laxveiði,„ sagði Jógvan að lokum.