Fréttir

Mokveiði á Grímstunguheiði

„Þetta er í fyrsta skipti sem við komum á svæðið, mikil þoka var þarna og töluverður vindur en bleikjan var einungis að taka fluguna og þá helst pínulitlar Zeldur sem er nú aðallega laxafluga frá Kjartani Antonssyni,“ sagði Eggert Sigurþór Guðlaugsson sem var í frábærri veiðiferð á Grimstunguheiði.
„Já mokveiði var á Grímstunguheiði hjá okkur en við vorum sex saman og lönduðum 107 bleikjum á fimm tímum, stærsti hlutinn fór aftur í vatnið en við tókum 30 i soðið.  Þrír úr hópnum fengu sína fystu fiska á flugu og var meðalþyngd fiskana um 4 pund. Stórglæsilegar bleikjur eru á svæðinu og forrétinndi fyrir íslenska náttúruunnendur að veiða á þessu svæði,“ sagði Eggert enn fremur.