„Við þökkum þeim sem kíktu við hjá okkur á Veiðigleði við Elliðavatn fyrr í dag í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur og Veiðifélag Elliðavatns,“ sagði Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu, en margir lögðu leið sína upp að vatninu í dag, sumardaginn fyrsta. Sérstakar þakkir fá kapparnir hjá Tökustuð.is en það eru þeir Hrafn Ágústsson, Ólafur Ágúst Haraldsson og Ólafur Tómas Guðbjartssonar, fyrir frábæra fyrirlestra og Hörður Páll Guðmundsson fyrir geggjað drónamyndband. Einnig fær Örn Hjálmarsson þakkir fyrir sitt innlegg og icelandic_troutbum fyrir veiðikennslu á bakkanum. Það var svo sem ekki mikil veiði í dag, en nokkrir fiskar komu þó á land. Spekingar segja að það séu um 7-10 dagar í að vatnið komist í gang.
„Ég fékk bara þennan fisk,“ sagði Friðrik Þór Guðmundsson og bætti við; „þetta er nóg fyrir nægjusama, kvöldmatur fyrir tvo á morgun kallinn,“ sagði Friðrik enn fremur.