„Það er alltaf gaman að veiða í Fáskrúð í Dölum en fiskurinn mætti vera tökuglaðari en hann er hérna og töluvert á nokkrum stöðum,“ sagði Vilhelm Anton Jónsson, Villi Naglbítur, þegar við hittum hann við ána fyrir nokkrum dögum.
Ég reyni að koma hérna til veiða allavega tvisvar á ári, áin er fjölbreytt og gaman að kasta flugunni fyrir fiskana. Vatnið hefur verið lítið lengst af í sumar en aðeins lagast með haustrigningunum. Það er nauðsynlegt að fara nokkrum sinnum til veiða á hverju sumri,“ sagði Vilhelm Anton og hélt áfram að kasta flugunni fimlega fyrir laxana í ánni.
Það eru laxar á víð og dreif í ánni sumstaðar en takan mætti vera miklu betri. En við það verður ekki ráðið, skrýtnu sumri er að ljúka víða, nema veiðitíminn verði framlengur af ýmsum ástæðum.