Bræðurnir Sturlaugur Árni og Jakob Steinn Davíðssynir fóru að veiða í dag í Ystu Vík við Eyjafjörð á svæði Víkurlax. Þar fengu þeir lánaðar stangir og allan búnað til þess að veiða í góðu skjóli við lítið vatn á svæði sem er á milli Svalbarðseyrar og Grenivíkur.
Veiðin gekk vel hjá þeim bræðrum, en þeir náðu að landa þremur rúmlega tveggja kílóa silungum sem verða til matar seinna í vikunni.