Þrátt fyrir misjöfn veður og hóflegt veiðiálag nú í byrjun veiðitíma í Litluá, þá hefur veiðin verið góð. Fyrstu 22 dagana voru veiddir um 250 fiskar sem er talsvert meira en á sama tíma í fyrra. Meðfylgjandi myndir eru frá sænskum veiðimönnum sem veiddu vel þótt þeir fengju frekar slæmt veður. Nú horfir allt til betri vegar og komin blíða við Litluá. Finna má laus veiðileyfi á www.litlaa.is.