Sandlóa heldur sig einkum á sendnu landi og í möl, bæði við sjó og á melum og áreyrum inn til landsins. Hreiðrið er dæld í möl eða sand, óhulið, fóðrað með smásteinum og skeljabrotum. Dvelur utan varptíma á leirum og í sandfjörum.
Mynd: María Gunnarsdóttir
Fuglavefurinn.is
Eldra efni
Haukadalsvatn
Haukadalsvatn er 3,28 km², 41 m djúpt og í 37 m hæð yfir sjó. Veiðileyfin gilda á 1 km kafla á veiðisvæði Stóra-Vatnshorns. Það er mikið af bleikju í vatninu og stundum veiðist þar lax, þar sem Haukadalsá rennur í
Smyrill
Smyrillinn er algengasti íslenski ránfuglinn, líkur fálka en mun minni. Karlfuglinn er blágrár að ofan, með dekkri vængbrodda og dökkan stélsenda, ryðrauður að neðan og á hnakka, svartrákóttur á bringu og kviði, með ljósbrúna kverk og skálmar. Hann er minni
Álftin
Álftin er stærsti varpfugl landsins. Hún er eini innlendi svanurinn og auðþekkjanleg frá öðrum íslenskum fuglum á stærð, lit og löngum hálsi. Fullorðin álft er alhvít en tekur oft á sig ryðrauðan lit úr mýrarauða á höfuð og háls og
Djúpalónssandur
Djúpalónssandur er bogamynduð grunn vík, með sandi í botni og klettakví þar upp af. Vík þessi er með ströndinni milli Einarslóns og Dritvíkur, fyrir neðan Beruvíkurhraun og fyrir vestan Purkhóla á vesturströnd Snæfellsness. Hraunið gengur í sjó fram og djúpar gjárur
Gæsir með unga
Verpur aðallega neðan 300 m hæðarlínu, í mýrum, hólmum og grónum eyjum, á ár- og vatnsbökkum eða í kjarri og lyngmóum, oft í dreifðum byggðum, alltaf í nánd við vatn þar sem gæsirnar geta leitað athvarfs með ófleyga unga og