Sandlóa heldur sig einkum á sendnu landi og í möl, bæði við sjó og á melum og áreyrum inn til landsins. Hreiðrið er dæld í möl eða sand, óhulið, fóðrað með smásteinum og skeljabrotum. Dvelur utan varptíma á leirum og í sandfjörum.
Mynd: María Gunnarsdóttir
Fuglavefurinn.is